Innlent

Bíll logaði í Vestur­bænum

Árni Sæberg skrifar
Bíllinn verð eldinum að bráð.
Bíllinn verð eldinum að bráð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur.

Þetta segir í bæði dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina og sambbærilegri færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

„Dælubílarnir fengu 4 boðanir sem flestar voru í rólegri kantinum, en upp úr 3 í nótt fengum við tilkynningu um eld í nýjum bíl í vesturhluta Reykjavíkur. Var komin töluverður eldur í bílinn en okkar fólk var ekki lengi að ná tökum á málunum,“ segir slökkviliðið.

Bíllinn var nálægt bensínstöð Orkunnar á Birkimel þegar eldurinn kviknaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×